Panta tíma
 
 

Garra Rufa fiskarnir

Út um allan heim hefur orðið ótrúlega vinsælt á seinustu árum að láta sérstaka fiska (Garra Rufa) narta dauða húð af fótum til að gera lappirnar mýkri og sléttari, fallegri og auðvitað heilbrigðari. Garra Rufa fiskarnir hafa engar tennur og bíta því ekki og meiða ekki, heldur narta þeir einungis dauða húð af fótunum og framkalla örnudd sem gæti kitlað örlítið!

Garra Rufa fiskarnir eru gæddir þeim eiginleikum að þeir finna taugaenda í fótunum og hjálpa til við að koma jafnvægi á taugakerfið, róa allan líkamann og láta þér líða vel. Garra Rufa eru kallaðir Læknafiskarnir (Doctor Fish) vegna þess að þeir auka blóðflæði, endúrnýja húðina og hjálpa þér að slaka á. Þegar þeir narta húðina af þá skilja þeir eftir ensími sem heitir Ditranol sem lætur húðina endurnýja sig. Garra Rufa fiskarnir hafa þá eðlishvöt að narta dauða húð. Ennfremur auka Garra Rufa fiskarnir blóðstreymi í fótunum og geta leyst upp blóðkekki.

Fiskabúrin okkar eru hreinsuð reglulega og hafa dælur og síur sem hreinsa búrin sjálfkrafa stanslaust. Ásamt því að sérstakur UV hreinsibúnaður dauðhreinsar vatnið. Þú getur því verið óhrædd/ur að setja fæturnar þínar í fiskabúrin hjá okkur!

Við berum mikla virðingu fyrir Garra Rufa fiskunum og hugsum um þá eins vel og mögulegt er.

 

Fishspa| Sími: 547-7770 / 776-8200 | Tölvupóstur: FishSpa@FishSpa.is | Garra Rufa fiskarnir