Panta tíma
 
 

Um Okkur

Fish Spa Iceland opnaði í júní 2013 og er til húsa að Hverfisgötu 98 (á horni Hverfisgötu og Barónsstígs), hliðin á Argentínu Steikhúsi.

Fish Spa Iceland er einstakur staður fyrir þá sem hugsa vel um líkama og sál og vilja láta sér líða vel. Við bjóðum upp á róandi og slakandi umhverfi þar sem allir fara út endurnærðir með bros á vör.

Við bjóðum upp á 20 mínútna meðferð með Garra Rufa fiskunum sem er einstök upplifun. Garra Rufa fiskarnir eru ferskvatnsfiskar og eru mjög vinsælir. Þeir eru elskaðir út um allan heim fyrir að gefa örnudd sem gerir húðina ótrúlega mjúka og slétta, fyrir utan það að meðferðin er afar róandi.

Að fara í Fish Spa er algjörlega öruggt og hentar fólki á öllum aldri. Þetta er einstök upplifun, andleg og líkamleg vellíðan og hentar vel fyrir hópa, vinkonur, steggja- og gæsapartý, öll rómantísk tilefni (afmælisgjafir og jólagjöfir sem dæmi) eða fyrir þá sem vilja koma í dekur.

Þetta hefur verið þekkt í 400 ár og margar rannsóknir staðfesta að mikill munur er á fótunum þeirra sem koma í Fish Spa og jafnast á við fótsnyrtingu. Þú sérð mun frá fyrsta skipti þó við mælum með því að viðskiptavinir okkar komi einu sinni í viku í allt að 8 vikur í senn til að ná hámarksárangri

Hverjir eru kostirnir við að fara í Fish Spa?

Kostirnir eru fjölmargir. Fyrst og fremst er það ótrúlega róandi að komast í snertingu við fiskana sem lætur þér líða vel. Í öðru lagi eru fiskarnir tannlausir og narta og fjarlægja dauða húð á sama tíma og þeir skilja eftir sérstakt ensími sem heitir Dithranol sem lætur húðina endurnýja sig og húðin verður mun mýkri og sléttari. Ennfremur auka Garra Rufa fiskarnir blóðstreymi í fótunum og geta leyst upp blóðkekki

Hvernig virkar meðferðin?

Þegar þú hefur komið þér fyrir á þinni stöð og setur fæturnar rólega ofan í fiskabúrið þar sem yfir hundrað litlir og sætir Garra Rufa fiskar synda í, þá byrja þeir strax að narta af dautt skinn af fótunum þínum. Þetta framkallar lítið örnudd sem gæti jafnvel kitlað örlítið og þess vegna frá fyrstu snertingu við fiskana líður þér vel, þú róast niður og færð einstaka upplifun á aðeins 20 mínútum!

 

Fishspa| Sími: 547-7770 / 776-8200 | Tölvupóstur: FishSpa@FishSpa.is | Um Okkur